Ósk um viðauka - TÁT 2021

Málsnúmer 2103005

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 687. fundur - 09.03.2021

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda-, og menningarmála dags. 02.03.2021 þar sem fram kemur að mismunur á samþykktri launaáætlun TÁT fyrir árið 2021 og endurskoðaðri áætlun fyrir árið 2021 er kr. 7.989.124 vegna endurútreiknings m.t.t. nýrra kjarasamninga.
Hlutur Fjallabyggðar af þeirri upphæð er 47,06% eða kr. 3.759.682. sem óskað er eftir að sett verði í viðauka við fjárhagsáætlun 2021.

Bæjarráð samþykkir að vísa kr. 3.759.682 til viðauka nr. 5/2021 við fjárhagsáætlun 2021 sem bókast á málaflokk 04510, lykil 9291. Viðaukanum verður mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarstjórnar.