Byggjum brú, verkferlar við skólaskil.

Málsnúmer 2102076

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 98. fundur - 12.04.2021

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála kynnti fyrir fundarmönnum skjalið Byggjum brú sem er unnið að beiðni skólameistara framhaldsskóla á Norðurlandi eystra og allra fræðslustjóra á svæðinu. Markmið skjalsins er að setja fram samræmdan og skýran ramma um upplýsingaflæði milli grunnskóla og framhaldsskóla þannig að skólaskipti nemenda úr grunnskóla og í framhaldsskóla verði sem auðveldust og að ekki verði rof á þjónustu við þá einstaklinga sem á aðstoð þurfa að halda.