Opnunartími bæjarskrifstofu

Málsnúmer 2102045

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 198. fundur - 15.02.2021

Til máls tóku Ingibjörg G. Jónsdóttir og Helgi Jóhannsson og S. Guðrún Hauksdóttir.

Með vísan til fyrra máls á dagskrá fundarins er lögð fyrir fundinn tillaga að breyttum opnunartíma afgreiðslu í ráðhúsi Fjallabyggðar, breyting er með þeim hætti að á föstudögum skuli afgreiðsla skrifstofu opna kl. 08:30 í stað kl. 09:30 og loka kl. 14:00 í stað kl. 15:00 eins og verið hefur. Opnunartími skiptiborðs sem er frá kl. 08:00 til 15:00 alla daga breytist þannig að skiptiborðið lokar, líkt og afgreiðslan, kl. 14:00 á föstudögum.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum framlagða tillögu um breyttan opnunartíma.