Holræsahreinsun, verðkönnun

Málsnúmer 2101050

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 681. fundur - 26.01.2021

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar ásamt fylgigögnum, dags. 20.01.2021 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að gera verðkönnun á holræsahreinsun í Fjallabyggð.

Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið; Hreinsitækni ehf., og Verkval ehf.

Bæjarráð samþykkir að heimila verðkönnun í holræsahreinsun í Fjallabyggð og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 686. fundur - 02.03.2021

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 26.02.2021 þar sem fram kemur að tilboð voru opnuð í verkið Holræsa- og gatnahreinsun þann 09.02.2021.

Eftirfarandi tilboð bárust:
Hreinsitækni ehf. kr. 17.270.280 m. vsk. fyrir 3 ár.
Verkval ehf. kr. 14.983.500 m. vsk. fyrir 3 ár.
Kostnaðaráætlun var kr. 22.350.000 m. vsk. í 3 ár.

Undirritaður leggur til við bæjarráð að tilboði Verkvals ehf. sem jafnframt er lægst bjóðandi verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Verkvals ehf. í verkið Holræsa- og gatnahreinsun og felur deildarstjóra tæknideildar að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 687. fundur - 09.03.2021

Lagt fram erindi Hreinsitækni ehf., dags. 05.03.2021 þar sem óskað er eftir rökstuðningi og gögnum frá sveitarfélaginu vegna tilboðs Verkvals ehf. sem tekið var í kjölfar verðkönnunar í verkið Holræsa- og gatnahreinsun.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að svara erindinu og leggja fyrir bæjarráð.