Starfs- og kjaranefnd Fjallabyggðar - Tillaga bæjarstjóra

Málsnúmer 2101015

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 680. fundur - 19.01.2021

Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra ásamt fylgiskjölum, dags. 05.01.2021 þar sem lagt er til að innan stjórnsýslu Fjallabyggðar verði stofnuð starfs- og kjaranefnd og skuli hún skipuð bæjarstjóra, deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála og launafulltrúa. Nefndin gegni m.a. því hlutverki að styrkja eftirfylgni með framkvæmd launaáætlunar, halda utan um starfskjör og starfslýsingar, viðhalda launa- og starfsmannastefnu og fylgja eftir ýmsum öðrum verkefnum tengdum starfsmanna- og kjaramálum. Ekki er um að ræða fastanefnd í skilningi sveitarstjórnarlaga þar sem fulltrúar eru ekki skipaðir af bæjarstjórn. Einnig lögð fram drög að erindisbréfi nefndarinnar þar sem hlutverk hennar er skilgreint nánar.

Bæjarráð samþykkir að setja á stofn starfs- og kjaranefnd innan stjórnsýslu Fjallabyggðar og samþykkir framlögð drög að erindisbréfi.