Bæjarráð Fjallabyggðar - 678. fundur - 22. desember 2020

Málsnúmer 2012005F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 196. fundur - 15.01.2021

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 678. fundur - 22. desember 2020 Lagt fram til kynningar vinnuskjal vegna viðauka nr. 24 - 32 við fjárhagsáætlun 2020. Heildaráhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu fjárhagsáætlunar 2020 er kr. 89.449.036.- sem mætt var með lækkun á handbæru fé. Bókun fundar Afgreiðsla 678. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 678. fundur - 22. desember 2020 Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar, dags. 18.12.2020 þar sem óskað er eftir afskriftum á viðskiptakröfum, samtals kr. 1.300.278. sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.

  Bæjarráð samþykkir afskriftir viðskiptakrafna að upphæð kr. 1.300.278.-
  Bókun fundar Afgreiðsla 678. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 678. fundur - 22. desember 2020 Á 672. fundi bæjarstjórnar þann 23. október 2020 lagði Forseti bæjarstjórnar til og bæjarráð samþykkti að farið verði í upptökur á bæjarstjórnarfundum og þeim streymt í beinni útsendingu fyrir íbúa til að auka gagnsæi og aðgengi að upplýsingum um sveitarfélagið. Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna tillögu að útfærslu og leggja fyrir bæjarráð.
  Lagt fram minnisblað markaðs- og menningarfulltrúa, dags. 30.11.2020 þar sem fram kemur að kostnaður við upptökur af bæjarstjórnarfundum er áætlaður kr. 780.000 vegna tækjakaupa og tæknimála.

  Bæjarráð samþykkir kostnað vegna tækja- og tæknimála að upphæð kr. 780.000 og vísar í viðauka nr. 33/2020 við fjárhagsáætlun 2020 sem hreyfir ekki handbært fé og verði gerð millifærsla í fjárhagsáætlun 2020. Viðaukinn bókast á málaflokk 21010, lykil 8551 kr. 780.000.- og til lækkunar á málaflokki 05700, lykill 4990 kr. -500.000.- og til lækkunar á málaflokki 05700, lykill 9291 kr. -280.000.-
  Bókun fundar Afgreiðsla 678. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 678. fundur - 22. desember 2020 Lögð fram drög að rekstarsamningi Fjallabyggðar og Síldarminjasafns Íslands ses. fyrir rekstrarárið 2021.

  Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 678. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • .5 2011044 Fundadagatöl 2021
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 678. fundur - 22. desember 2020 Lögð fram drög að fundarplani nefnda og stjórna Fjallabyggðar fyrir árið 2021.

  Bæjarráð samþykkir drögin.
  Bókun fundar Afgreiðsla 678. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 678. fundur - 22. desember 2020 Lagt fram til kynningar erindi Hagstofu Íslands, dags. 27.11.2020 þar sem fram kemur að Hagstofan undirbýr nú töku manntals og húsnæðistals 1. janúar 2021 og að ráðgert sé að manntal verði framvegis tekið á hverju ári. Þá mun Hagstofan óska eftir viðbótarupplýsingum frá sveitarfélögum til þess að hægt sé að ákvarða búsetu allra einstaklinga með hjálp íbúaskrár Þjóðskrár Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 678. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 678. fundur - 22. desember 2020 Lögð fram til kynningar bókun 941. fundar Byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar - 2011213 - Áskorun á Reykjavíkurborg.

  Einnig lögð fram til kynningar bókun sveitarstjórnar Hrunamannahrepps frá 10.11.2020 -
  1. Byggðaráð Skagafjarðar. Áskorun á Reykjavíkurborg vegna jöfnunarsjóðs.


  Bókun fundar Afgreiðsla 678. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 678. fundur - 22. desember 2020 Lagt fram til kynningar erindi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 15.12.2020 og varðar kynningu til sveitarfélaga á tillögum Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga í mótvægisaðgerðum vegna Covid-19. Bókun fundar Afgreiðsla 678. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 678. fundur - 22. desember 2020 Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 11.12.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál.

  Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 17.12.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, 354. mál.

  Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 17.12.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu, 355. mál.

  Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags 17.12.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, 356. mál.

  Lagt fram til kynningar erindi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, dags. 18.12.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um kosningalög, 339. mál.
  Bókun fundar Afgreiðsla 678. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 678. fundur - 22. desember 2020 Lagt fram til kynningar erindi Gríms Atlasonar f.h. stjórnar Geðhjálpar dags. 18.12.2020 er varðar ályktun stjórnar Geðhjálpar vegna niðurgreiðslu sálfræðimeðferðar. Bókun fundar Afgreiðsla 678. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 678. fundur - 22. desember 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 19. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) frá 9. desember sl. Bókun fundar Afgreiðsla 678. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 678. fundur - 22. desember 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 892. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11. desember sl. Bókun fundar Afgreiðsla 678. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 678. fundur - 22. desember 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 15. fundar stýrihóps um Heilsueflandi samfélags frá 16. desember sl. Bókun fundar Afgreiðsla 678. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum