Greining á rekstri hjúkrunarheimila

Málsnúmer 2011056

Vakta málsnúmer

Stjórn Hornbrekku - 23. fundur - 04.12.2020

Heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að greina raungögn um rekstur og rekstrarkostnað hjúkrunarheimila. Skipun hópsins er í samræmi við samkomulagi milli Sjúkratrygginga Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu frá í desember 2019. Í hópnum sitja fulltrúar frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Sjúkratrygginga Íslands og heilbrigðisráðuneytisins.
Deildarstjóri og hjúkrunarforstjóri lögðu fram umbeðin gögn um starfsemi og fjárhagsupplýsingar Hornbrekku fyrir árin 2017-2020.

Stjórn Hornbrekku - 28. fundur - 07.05.2021

Verkefnastjórn sem heilbrigðisráðherra skipaði til að greina rekstrarkostnað hjúkrunarheimila hefur skilað ráðherra skýrslu sinni. Verkefnastjórnin var skipuð af ráðherra í samræmi við samkomulag sem gert var í lok árs 2019 milli Sjúkratrygginga Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, þegar undirritaðir voru samningar um þjónustu hjúkrunarheimila til tveggja ára. Greiningin byggist einkum á svörum rekstraraðila um reksturinn, kostnaðar- og tekjuliði, þjónustuna sem veitt er, notendur þjónustunnar, auk ýmissa fleiri breyta sem áhrif hafa á reksturinn.
Niðurstöður skýrslunnar eru sláandi. Samtals nam halli áranna 2017-2019 1.497 milljónum króna. Að frádregnu framlagi sveitarfélaga var hallinn 3.500 milljónir króna.
Til viðbótar við undirliggjandi rekstrarvanda sem skýrslan dregur fram taka þann 1. maí nk. gildi ákvæði kjarasamninga um styttingu vinnutíma vaktavinnufólks. Ljóst er að þetta mun hækka kostnað hjúkrunarheimila verulega.