Gæðastarf í Leikskóla Fjallabyggðar - þróunarverkefni

Málsnúmer 2011022

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 16.11.2020

Fræðslu- og frístundanefnd leggur áherslu á að gengið verði til samninga við Ásgarð ehf. (áður Tröppu) um ráðgjöf vegna þróunarstarfs í Leikskóla Fjallabyggðar frá hausti 2021. Þróunarverkefnið ber nafnið Gæðastarf í Leikskóla Fjallabyggðar. Megininntak verkefnisins er að með innra mati í leikskólanum verði kerfisbundnar umbætur leiddar áfram. Trappa ehf. hefur stýrt þróunarverkefni í Grunnskóla Fjallabyggðar undanfarin tvö skólaár og hefur náðst góður árangur af verkefninu. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarstjórn að sett verði fjármagn á fjárhagsáætlun 2021 til að hefja þróunarverkefnið.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 97. fundur - 01.03.2021

Undir þessum lið sátu fulltrúar leikskólans, Olga Gísladóttir skólastjóri og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna.
Skólastjóri kynnti fyrirhugað þróunarstarf í leikskólanum í samstarfi við Ásgarð ehf. Lögð er áhersla á samstarf við grunnskólann en þróunarverkefnið í leikskólanum er í beinu framhaldi af því þróunarstarfi sem verið hefur í grunnskólanum síðustu tvö skólaár.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 103. fundur - 04.10.2021

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna.
Skólastjóri sagði frá upphafi þróunarverkefnis sem Leikskóli Fjallabyggðar hefur nú hafið í samstarfi við Ásgarð ehf. og ber nafnið Gæðastarf í Leikskóla Fjallabyggðar. Markmiðið með verkefninu er að Leikskóli Fjallabyggðar verði framúrskarandi með kerfisbundinni endurskoðun á innra mati og gæðastarfi í leikskólanum. Stefnt er að því að Leik- og Grunnskóli Fjallabyggðar vinni saman í virku lærdómssamfélagi að stöðugum umbótum með virku samstarfi skólanna um innra mat.