Aðstaða til vörulosunar við afgreiðslu í Aðalgötu

Málsnúmer 2010095

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 260. fundur - 28.10.2020

Með tölvupósti frá 15. október 2020 óskar Skúli Rúnar Árnason fyrir hönd Íslandspósts eftir því að fá leyfi til þess að samnýta stæði fyrir fatlaða fyrir framan afgreiðslu Póstsins að Aðalgötu 34 á Siglufirði þannig að það verði einnig ætlað til vörulosunar fyrir Póstinn. Um er að ræða 10-15 mínútur tvisvar á dag.
Nefndin getur ekki samþykkt að leyfa vörulosun úr stæði sem er P-merkt. Umferðarlögin eru skýr hvað það varðar.