Hugmyndir að C-1 verkefnum

Málsnúmer 2010055

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23.10.2020

Lagt fram erindi Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra(SSNE), dags. 16.10.2020 þar sem athygli er vakin á því að opnað hefur verið fyrir umsóknir um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða, sbr. aðgerð C-1 í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024: https://www.byggdastofnun.is/is/frettir/opnad-fyrir-umsoknir-um-styrki-til-sertaekra-verkefna-soknaraaetlanasvaeda-1

SSNE óskar eftir hugmyndum frá sveitarfélögum að verkefnum sem falla að C-1. Umsóknarfrestur er til 16. nóvember og því er brýnt að hugmyndir berist SSNE tímanlega til að hægt sé að taka afstöðu til þeirra og, eftir atvikum, senda inn umsókn um framlög. Vinsamlega sendið hugmyndir á netfangið ssne@ssne.is og merkið póstinn (subject) C-1 hugmynd.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögnum deildarstjóra varðandi hugsanleg verkefni.