Staðsetning sorphirðuíláta í Fjallabyggð

Málsnúmer 2010014

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 260. fundur - 28.10.2020

Með tölvupósti dagsettum 5. október 2020 bendir Stefán E. Stefánsson fyrir hönd Íslenska gámafélagsins á óásættanlega staðsetningu sorpíláta við mörg heimili í Fjallabyggð sem uppfylla ekki kröfur samþykktar um meðhöndlun úrgangs í Fjallabyggð og geri starsmönnum félagsins erfitt að sinna störfum.
Meðfylgjandi eru myndir af óásættanlegri staðsetningu sorpíláta við heimili í Fjallabyggð.
Nefndin þakkar Íslenska gámafélaginu ehf. fyrir innsent erindi og felur tæknideild að útbúa tilkynningu til íbúa þar sem þeir verði upplýstir um efni samþykktar um meðhöndlun úrgangs í Fjallabyggð. En þar kemur skýrt fram hvernig staðsetja skuli sorpílát.