Samráðsfundir stjórnsýslu og stjórnenda menntastofnana í Fjallabyggð

Málsnúmer 2010006

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 90. fundur - 05.10.2020

Stofnaður hefur verið samráðsvettvangur stjórnenda skólastofnana í Fjallabyggð. Þar eiga sæti stjórnendur Menntaskólans á Tröllaskaga, Grunnskóla Fjallabyggðar, Leikskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskólans á Tröllaskaga ásamt bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála. Áætlað er að fundir verði reglulegir 4-5 sinnum yfir skólaárið. Fundargerðir lagðar fram til kynningar. Fræðslu- og frístundanefnd fagnar stofnun þessa samráðsvettvangs.

Fræðslu- og frístundarnefnd óskar Menntaskólanum á Tröllaskaga til hamingju með tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna 2020 en skólinn er tilnefndur til verðlauna í flokknum Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur.