Erindi, tillögur og/eða ábendingar er varða fjárhagsáætlun fyrir árið 2021

Málsnúmer 2009077

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 675. fundur - 17.11.2020

Lagt fram erindi og tillögur og/eða ábendingar er varða fjárhagsáætlun fyrir árið 2021.

1. 2010127 - Lagt fram erindi Þorvaldar Hreinssonar fh. stjórnar Hestamannafélagsins Gnýfara er varðar ósk um að þegar mokað er frá Brimvöllum að reiðskemmu verði afleggjarinn upp í efnisnámu og gamli afleggjarinn að Kleifarvegi mokaðir. Einnig er óskað eftir því að sveitarfélagið moki reiðveg frá Brimvöllum yfir gangnamunnann fram að Garðsá í einhver skipti þegar fer að vora til þess að draga úr slysahættu sem fylgir því að ríða malbikaðan veg fram að Garði.

Bæjarráð þakkar erindið og samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar fyrir næsta fund.

2. 2010129 - Lagt fram erindi Þorvaldar Hreinssonar fh. eiganda að Hornbrekkuvegi 14 er varðar ósk um að grasigróið svæði milli Hornbrekkuvegar og Túngötu verði malbikað og nýtt sem göngustígur svo að fótgangandi þurfi ekki að ganga á brún brekkunnar.

Bæjarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verða við ábendingu að þessu sinni.

3. 2010128 - Lagt fram erindi Þorvaldar Hreinssonar er varðar lagfæringu á göngustíg sem liggur frá bílastæði sunnan Hornbrekku að Sögustíg sem liggur að snjóflóðavarnargarðinum. Einnig að göngustígurinn yrði í framtíðinni malbikaður svo að vistmenn geti vel nýtt sér göngustíginn.

Bæjarráð þakkar erindið og vísar erindinu til tæknideildar til umsagnar.

4. 2009077 - Lagt fram erindi Auðunns Guðnasonar er varðar uppsetningu aðgengilegra grenndargáma fyrir flokkað sorp í Ólafsfirði, aukin stuðning við gönguskíðasportið í Ólafsfirði s.s. með aukinni raflýsingu brauta og brautargerð og stuðningi við Fjarðargönguna. Aukinn opnunartími sundlauga um helgar. Trygga afhendingu rafmagns til Fjallabyggðar í vondum veðrum. Stuðning við fjallahjólreiðar t.d. með samnýtingu á gönguskíðabrautum, malbera slóðir. Bundið slitlag að Þverá til bættrar aðstöðu fyrir götuhjólreiðar.

Bæjarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verða við ábendingum að þessu sinni. Bæjarráð hefur þegar komið skýrum kröfum til stjórnvalda og tilheyrandi stofnanna um að afhendingaröryggi rafmagns til Fjallabyggðar sé tryggt allan ársins hring. Bæjarráð vill benda á að vegurinn að Þverá er á ábyrgð Vegagerðarinnar.

5. 2010064 - Lagt fram erindi Kristjáns Haukssonar er varðar ábendingar um framkvæmdir í Ólafsfirði er snúa að því að ljúka við framkvæmdir á tjaldsvæði, lagfæringu gangstétta, malbikun hafnarsvæðis, malbikun bílastæðis við hús Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (ÚÍF), Frisbee golf auk hugleiðinga um rafræna íbúakosningu um framkvæmdir sem bæjarfulltrúar setja fram.

Bæjarráð þakkar erindið og bendir á að vinna við framkvæmdaráætlun ársins stendur yfir og koma þessar framkvæmdir til umræðu við gerð hennar. Bæjarráð tekur undir það að íbúakosning um smærri framkvæmdir getur verið góður kostur í framtíðinni.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 676. fundur - 27.11.2020

1. 2010127 - Á 675. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar varðandi erindi stjórnar Hestmannafélagsins Gnýfara þar sem óskað var eftir mokstri við hesthúsasvæðið í Ólafsfirði og á reiðstíg.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 18.11.2020.

Bæjarráð þakkar ábendinguna en sér sér ekki fært að verða við erindinu.


3. 2010128 - Á 675. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar varðandi erindi Þorvalds Hreinssonar um lagfæringu á göngustíg sunnan við Hornbrekku.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 18.11.2020.

Bæjarráð samþykkir að beina því til tæknideildar að lagfæra stíginn ef því verður við komið næsta sumar. Stígurinn verður ekki malbikaður að svo stöddu.
Bæjarráð þakkar fyrir ábendinguna.