Ósk um breytingar á framkvæmdum við Skarðsveg

Málsnúmer 2009038

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 258. fundur - 16.09.2020

Með bréfi dagsettu 11. september 2020 óskar Vegagerðin eftir leyfi til breytinga á framkvæmdum við efsta hluta Skarðsvegar. Breytingin felur í sér hækkun vegarins um 5 metra frá upphaflegri áætlun. Vegagerðin óskar eftir heimild til þess að opna námu við enda bílaplansins. Áætluð efnisþörf er 28.000 m3. Meðfylgjandi er yfirlitsmynd af svæðinu.
Erindi samþykkt með fjórum atkvæðum.
Helgi Jóhannsson situr hjá og leggur fram eftirfarandi bókun:
Verið er að hækka bílastæði og veginn að því um 5 metra til að minnka hæðabilið á milli bílastæðis og væntanlegs skíðaskála. Til þess þarf að stækka efnisnámu á svæðinu og taka úr henni 28 þús rúmmetra. Það finnst mér mikið í lagt og aukning á kostnaði og ekki liggi fyrir hvort fjármagn fáist í verkið. Það hlýtur að vera hægt að leysa aðkomumál á auðveldari hátt og ódýrari og minnka þar með rask á svæðinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 275. fundur - 06.10.2021

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn vegna framkvæmda á Skarðsvegi í Skarðsdal.
Nefndin samþykkir framlagða umsögn frá tæknideild.