Styrkumsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2021

Málsnúmer 2009031

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 669. fundur - 29.09.2020

Lagt fram vinnuskjal markaðs- og menningarfulltrúa, dags. 28.09.2020 þar sem fram kemur að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2021. Umsóknarfrestur er til 6. október. Í umsókn er gerð krafa um viljayfirlýsingu sveitarfélags til þess að fara í verkefni sem sótt er um.

Bæjarráð samþykkir að sækja um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna verkefnanna á Siglufirði og Ólafsfirði.

Bæjarráð felur markaðs- og menningarfulltrúa að vinna málið áfram.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 670. fundur - 06.10.2020

Á 669. fundi bæjarráðs samþykkti ráðið að sækja um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna verkefna í/á Siglufirði og Ólafsfirði og fól markaðs- og menningarfulltrúa að vinna málið áfram.

Lagt fram vinnuskjal markaðs- og menningarfulltrúa, dags. 28.09.2020 ásamt styrkumsóknum vegna endurbyggingu Selvíkurvita á Siglufirði og byggingu nýs aðstöðuhúss við Brimnes í Ólafsfirði, hlutur sveitarfélagsins er 20% af kostnaðaráætlun.

Bæjarráð samþykkir umsóknirnar og felur markaðs- og menningarfulltrúa að vinna málið áfram.

Bæjarráð samþykkir að vísa áætluðum kostnaðarhluta sveitarfélagsins, að því gefnu að styrkur fáist til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.