Sumarlokun Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2009016

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 07.09.2020

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans.
Á fundi nefndarinnar 25.5.2020 var ákveðið að gefa til reynslu undanþágu frá þeirri meginreglu að taka fjórðu sumarleyfisviku leikskólabarna síðustu viku fyrir sumarlokun eða fyrstu viku á eftir. Leikskólastjóri hefur tekið saman vinnuskjal um reynslu leikskólans af þessari undanþágu. Niðurstaðan er sú að reynslan af sveigjanlegri fjórðu viku er ekki góð þar sem erfitt reyndist að fá foreldra til að ákveða frítöku og standa við hana. Erfitt reyndist að samræma frítöku starfsmanna og leikskólabarna.