Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020

Málsnúmer 2009002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 191. fundur - 09.09.2020

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lagt fram yfirlit staðgreiðslu fyrir tímabilið janúar til ágúst 2020. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 113.639.217 eða 101,22% af tímabilsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lagt fram yfirlit yfir stöðu framkvæmda 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lagt fram yfirlit yfir rekstur fyrir tímabilið janúar til júlí 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lagt fram yfirlit launa fyrir tímabilið janúar til júlí 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lögð fram drög að endurskoðuðum Reglum Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til menningarmála ásamt bókun 67. fundar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir drögin með áorðnum breytingum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 04.09.2020, þar sem lagt er til að keypt verði tjaldsvæðahús af Landshúsum. Húsin koma ósamsett og óhönnuð að innan en þeim fylgir teiknigrunnur. Afhending hússins er í mars/apríl 2021 og ætti húsið að vera tilbúið til notkunar í maí 2021. Uppsetning og vinna innanhúss yrði boðin út.

    Bæjarráð samþykkir að kaupa tjaldsvæðahús af Landshúsum og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram samkvæmt þeim tímaramma sem fram kemur í vinnuskjali.
    Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lögð fram bókun 257. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar þar sem nefndin leggur til við bæjarráð að sá hluti lóðar sem liggur vestan við Ólafsfjarðarveg verði yfirtekin í samræmi við 8. gr. lóðarleigusamningsins.

    Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar og bæjarstjóra, dags. 19.08.2020.

    Bæjarráð samþykkir að umrædd lóð verði yfirtekin í samræmi við 8. gr. lóðarleigusamnings og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lögð fram drög að endurnýjuðum þjónustusamningi við Heilbrigðisstofnun Norðurlands um læknisþjónustu og rannsóknarvinnu ásamt bókun 21. fundar stjórnar Hornbrekku.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra félagsmáladeildar að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.

    Á fund bæjarráðs mættu Ásgeir Logi Ásgeirsson og Þorsteinn Ásgeirsson fh. Framfarafélags Ólafsfjarðar og fóru yfir starfsemi félagsins og framtíðaráform.

    Lögð fram bókun 665. fundar bæjarráðs. Lagt fram erindi Ásgeirs Loga Ásgeirssonar fh. Framfarafélags Ólafsfjarðar ehf., dags. 14.08.2020 þar sem óskað er eftir endurnýjun á samkomulagi við sveitarfélagið um helgun á landsvæði í Ólafsfirði skv. erindi félagsins frá 31.03.2018. Óskað er eftir samkomulagi til fimm ára, á meðan verið er að vinna að undirbúningi á mögulegri atvinnustarfsemi á svæðinu á vegum félagsins. Einnig óska fulltrúar félagsins eftir því að koma á fund bæjarráðs til þess að kynna þá vinnu sem nú fer fram á vegum félagsins. Bæjarráð samþykkir að boða forsvarsmenn félagsins á næsta fund ráðsins og mun í framhaldi taka afstöðu til endurnýjunar á samkomulagi.

    Bæjarráð þakkar Ásgeiri Loga og Þorsteini fyrir greinargóða yfirferð. Bæjarráð samþykkir að endurnýja samning við Framfarafélag Ólafsfjarðar um helgun á landsvæði í Ólafsfirði til fimm ára með fyrirvara um uppsagnarákvæði og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Jón Valgeir Baldursson og Tómas Atli Einarsson vék af fundi undir þessum lið.

    Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Helga Helgadóttir.

    Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lögð fram kynning auglýsingastofunnar Pipar/TBWA á fyrirkomulagi markaðsherferðar í íbúa- og atvinnuþróunarmálum en markmið herferðarinnar er að fjölga íbúum og laða að störf í bæjarfélaginu.

    Einnig lögð fram drög að samningi við Pipar/TBWA.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð í samræmi við áður ákveðið fjármagn til markaðsátaks.
    Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lagt fram erindi ráðgjafa og stjórnar Aflsins, samtaka um kynferðis- og heimilisofbeldi, dags. 19.08.2020 þar sem óskað er eftir styrk vegna reksturs á árinu 2021.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.
    Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lagt fram erindi Gunnsteins Ólafssonar fh. Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði, dags. 18.08.2020 ásamt reikningi. Þar sem þess er óskað að bæjarráð Fjallabyggðar greiði Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði, sem fara átti fram dagana 1.-5. júlí 2020, styrk að upphæð kr. 800.000 vegna launa framkvæmdastjóra og grafískrar hönnunar vefs og prentaðrar dagskrár sem fer í prentun á næsta ári.

    Einnig lagt fram erindi formanns félagsins frá 25.05.2020 og bókun bæjarráðs við erindinu dags. 16.06.2020

    Erindið var tekið fyrir á 665. fundi bæjarráðs en vegna mistaka var málið stofnað á rangt félag og kennitölu. Bæjarráð biðst velvirðingar á þeim mistökum en sér sér ekki fært að verða við beiðninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lagt fram til kynningar erindi Salvarar Nordal, umboðsmanns barna, dags. 26.08.2020 um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga - hvatning til sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lagt fram til kynningar erindi Björns Sævars Einarssonar og Aðalsteins Gunnarssonar fh. IOGT, dags. 24.08.2020 ásamt nýrri og endurnýjuðum bæklingi alþjóðahreyfingarinnar Movendi um neikvæð áhrif áfengis á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og upplýsingar um áfengi og COVID-19 frá Evrópuskrifstofu WHO. IOGT býður upp á kynningu á samantekt og áhrifum áfengis á einstök markmið. Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lagt fram erindi Ingibjargar E. Halldórsdóttur fh. Eyjafjarðardeildar Rauða Kross Íslands, dags. 03.09.2020 þar sem óskað er eftir styrk til greiðslu húsaleigu undir virknistarfsemi deildarinnar í Ólafsfirði kr. 660.000 á ári sem mundi renna til eiganda húsnæðisins, Slysavarnardeildar kvenna í Ólafsfirði.

    Bæjarráð þakkar erindið og það mikilvæga starf sem Eyjafjarðardeild RKÍ heldur úti í Fjallabyggð en sér sér ekki fært að verða við beiðninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 31.08.2020 þar sem athygli er vakin á helstu niðurstöðum starfshóps um fjármál sveitarfélaga og ábendingar varðandi gagnaöflun frá 28.08.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lagt fram erindi Þorsteins Hilmarssonar fh. Fiskistofu, dags. 31.08.2020 þar sem fram kemur að Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2020/2021 sem hófst 1. september sl.. Stýring fiskveiða með úthlutun kvóta er hornsteinn í því starfi Fiskistofu að gæta hagsmuna þjóðarinnar við ábyrga nýtingu auðlinda hafsins. Að þessu sinni var úthlutað 353 þúsund tonnum í þorskígildum talið. Þetta er 19 þúsund þorskígildistonnum minna en úthlutað var við upphaf fyrra fiskveiðiárs. Sem skýrist af nokkrum samdrætti í leyfilegum heildarafla enda farið að vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar í því efni.

    Tvö skip skera sig úr þegar kemur að úthlutun, Guðmundur í Nesi sem fær mestu aflamarki úthlutað eða 13.714 þorskígildistonnum og Sólberg ÓF sem fær úthlutað 10.670 þorskígildistonnum - það er um 300 tonnum meira en árið 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lagt fram erindi bæjarstjóra Fjallabyggðar til Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar, dags. 31.08.2020 varðandi brunavarnir í jarðgöngum ásamt fylgiskjölum. Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • .19 1911005 Gjaldskrár 2020
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra, dags. 04.09.2020 þar sem lögð er til eftirfarandi breyting á 21. gr. gjaldskrá Fjallabyggðarhafna. Skilgreindur opnunartími verði tekinn út úr gjaldskrá og í stað núverandi texta komi eftirfarandi, Hafnarstjórn Fjallabyggðarhafna ákveður opnunartíma hafnavoga og kynnir á heimasíðu hafna sem og heimasíðu sveitarfélagsins.
    Hafnarstjórn skal fjalla um opnunartíma samhliða umfjöllun um gjaldskrá að hausti og svo oft sem þurfa þykir. Meginástæða þess að ofangreint er lagt til er að auka sveigjanleika enda er breyting á gjaldskrá nokkuð þung í vöfum þar sem hún þarfnast sérstaks samþykkis bæjarstjórnar.

    Bæjarráð samþykkir umrædda breytingu á 21. gr. gjaldskrá Fjallabyggðarhafna fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lagðar fram til kynningar fundargerðir aðalfundar og stjórnarfundar Flokkunar Eyjafjarðar ehf., frá 28. ágúst sl.. Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lögð fram til kynningar 886. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. ágúst sl.. Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lagðar fram til kynningar fundargerðir:
    67. fundar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar frá 2. september sl..
    21. fundar Stjórnar Hornbrekku frá 3. september sl..
    89. fundur fræðslu- og frístundanefndar frá 7. september sl.
    Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum