Framtíðarskipan Fjallabyggðarhafna

Málsnúmer 2008050

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 114. fundur - 31.08.2020

Umræður um núverandi fyrirkomulag rekstrar, skipulag starfsemi og framtíð hafnarsvæðanna.

Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að gera tillögu að fyrirkomulagi úttektar á rekstri og starfsemi hafna Fjallabyggðar. Einnig felur hafnarstjórn hafnarstjóra að gera tillögu að fyrirkomulagi stefnumótunar hafna til lengri og skemmri tíma, sú stefnumótun skal unnin í samhengi við rekstrarúttekt og fyrirhugaða skipulagsvinnu hafnarsvæða. Umræddar tillögur skulu liggja til grundvallar fjárhagsáætlunargerðar vegna komandi árs.