Skipulag Fjallabyggðarhafna

Málsnúmer 2008049

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 114. fundur - 31.08.2020

Hafnarstjóri fór yfir stöðu skipulagsmála á höfnum og þörf á framtíðarstefnumótun hafna Fjallabyggðar.

Ákveðið hefur verið að vinna deiliskipulag á hafnarsvæðinu á Ólafsfirði, hafnarstjóra falið að hefja undirbúning að deiliskipulagsvinnu á hafnarsvæðinu á Siglufirði. Deiliskipulagsvinna beggja hafnarsvæða skal taka mið af núverandi starfsemi hafna sem og þróunarmöguleikum í takt við breytta tíma.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 115. fundur - 17.09.2020

Hafnarstjóri lagði fyrir fundinn samantekt unna af skipulagsfulltrúa hvar helstu forsendur tilvonandi deiliskipulagsvinnu eru tilgreindar ásamt yfirliti yfir gildandi skipulög.

Hafnarstjórn þakkar samantektina og samþykkir að óska eftir því við skipulagsfulltrúa að haldinn verði vinnufundur hafnarstjórnar og skipulagsfulltrúa með það að markmiði að ramma inn sjónarmið stjórnarmanna vegna komandi skipulagsvinnu.