Staða framkvæmda 2020

Málsnúmer 2007031

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 661. fundur - 22.07.2020

Lagt fram yfirlit yfir stöðu framkvæmdaverkefna eftir fyrstu sex mánuði ársins ásamt breytingum á framkvæmdaáætlun 2020.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 21/2020 varðandi tilfærslur milli verkefna á framkvæmdaáætlun ársins 2020, tilfærslan hefur ekki áhrif á handbært fé.

Bæjarráð samþykkir einnig viðauka nr. 22/2020 við fjárhagsáætlun 2020, í viðaukanum felst eftirfarandi:
kr. 3.500.000. vegna hafnarsjóðs, til lagfæringar á höfninni í Ólafsfirði vegna óveðurs í desember 2019 á deild 41190, lykil 4960.
Kr. 3.500.000. vegna hafnarsjóðs, til lagfæringar á bæjarbryggju vegna óveðurs í desember 2019 á deild 41180, lykil 4960.
Kr. 8.000.000. vegna endurnýjunar á gólfefnum í bókasafni Siglufirði og nýju skilrúmi í ráðhúsi á deild 31310, lykil 4965.
kr. 5.000.000. vegna fráveituverkefnis á deild 65210, lykil 4981.
kr. 10.000.000. vegna umhverfisátaks á deild 11410, lykil 4980.

Samtals er viðauki nr. 22/2020 kr. 30.000.000. og er mætt með lækkun á handbæru fé ársins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 08.09.2020

Lagt fram yfirlit yfir stöðu framkvæmda 2020.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 669. fundur - 29.09.2020

Lagt fram yfirlit yfir stöðu framkvæmda- og viðhalds ársins 2020.

Bæjarráð fagnar því hve vel framkvæmdum og viðhaldi miðar og leggur áherslu á að þeim framkvæmdum sem enn er ólokið ljúki fyrir árslok.