Fjölþætt heilsuefling 65 ára og eldri í Fjallabyggð - Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa

Málsnúmer 2007029

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 661. fundur - 22.07.2020

Lögð fram drög að samstarfssamningi við Janus Heilsueflingu um heilsueflingar- og rannsóknarverkefnið Fjölþætt heilsuefling 65 ára og eldri í Fjallabyggð - Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Janus Heilsueflingu en óskar eftir umsögn deildarstjóra félagsmáladeildar varðandi áætlaðan fjölda þátttakanda og lengd samnings. Einnig áætlaðan kostnað vegna nauðsynlegra líkamsræktartækja í íþróttamiðstöðvar.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 125. fundur - 25.09.2020

Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 22.07. 2020, að ganga til samninga við Janus Heilsueflingu um langtímaverkefni sem stuðlar að bættri heilsu eldri borgara í Fjallabyggð. Vegna ástandsins í þjóðfélaginu tengt Covid-19, hefur orðið töf á að verkefnið geti hafist. Að öllu óbreyttu er áformað að taka upp þráðinn þegar aðstæður leyfa á nýju ári. Lagt er til við bæjarráð að fram að þeim tíma verði heilsuefling eldri borgara efld með 50% ráðningu íþróttafræðings til að sinna líkamsrækt og hreyfingu eldri borgara.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 670. fundur - 06.10.2020

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra félagsmáladeildar, dags. 05.10.2020 þar sem fram kemur að deildarstjóri, í samráði við Janus Heilsueflingu, leggur til við bæjarráð að samstarfsverkefni við Janus Heilsueflingu um fjölþætta heilsueflingu 65 ára og eldri í Fjallabyggð verði frestað um sinn eða þangað til aðstæður leyfa á nýju ári.
Í millitíðinni leggur deildarstjóri til að heilsurækt og hreyfing eldri borgara, innan þeirrar starfsemi sem fer fram í dagþjónustu aldraðra á vegum félagsþjónustunnar, verði styrkt og aukin með ráðningu íþróttakennara, í 50% stöðuhlutfall. Áætlaður launakostnaður til áramóta er kr. 1.755.000.

Einnig lögð fram bókun 125. fundar félagsmálanefndar frá 25.09.2020.

Bæjarráð samþykkir ráðningu íþróttakennara í 50% stöðuhlutfall. Kostnaði kr. 1.755.000 er vísað í viðauka nr.27/2020 við fjárhagsáætlun 2020 og verður færður á málaflokk 02430, lykil 1110 kr. 1.382.000.- og lykil 1890 kr. 373.000.- sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23.10.2020

Undir þessum lið vék Helga Helgadóttir og S. Guðrún Hauksdóttir sat undir þessum lið.

Á 192. fundi bæjarstjórnar kom fram ósk um skýringar vegna afgreiðslu málsins á 670. fundi bæjarráðs. Bæjarráð hefur móttekið skýringar bæjarstjóra og deildarstjóra á málavöxtum og telur þær fullnægjandi. Einnig lagði bæjarstjóri fyrir fundinn minnisblað vegna bókunar á fyrrgreindum bæjarstjórnarfundi og fór almennt yfir málið.

Bæjarráð þakkar skýringar bæjarstjóra, deildarstjóra og framlagt minnisblað og lítur svo á að málinu sé lokið.