Umferðaröryggi - Göngustígur á milli Laugavegs og Suðurgötu.

Málsnúmer 2007028

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 257. fundur - 26.08.2020

Með rafpósti dagsettum 14. júlí 2020 lýsir Gurrý Anna Ingvarsdóttir yfir áhyggjum sínum vegna blindhorna við göngustíg sem er á milli Laugavegs og Suðurgötu á Siglufirði. Óskar hún eftir því að það verði skoðað hvort ekki sé hægt að fara í úrbætur til að bæta öryggi. Meðfylgjandi eru myndir af umræddum blindhornum.
Nefndin þakkar fyrir góða ábendingu og felur tæknideild úrlausn málsins ef hún rúmast innan fjárheimilda þessa árs að öðrum kosti vísað til fjárhagsáætlunar 2021. Einnig samþykkir nefndin að tæknideild skoði samskonar lausnir við aðra stíga innan þéttbýliskjarnanna.