Vegur upp á lágheiði

Málsnúmer 2006024

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 656. fundur - 16.06.2020

Lagt fram erindi Laugarár ehf. dags. 11.06.2020, sem á og rekur orlofshús í landi Þverár í Ólafsfirði. Óskað er eftir því að sveitarfélagið beiti sér fyrir því við Vegagerðina, að Ólafsfjarðarvegur nr. 82 fram Ólafsfjörð, verði lagfærður varanlega. Vegurinn er í afar slæmu ásigkomulagi og hefur verið lengi. Samkvæmt deiliskipulagi er heimilt að byggja 23 orlofshús í landi Þverár.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda erindi á Vegagerðina og óska eftir því að vegurinn verði lagfærður hið fyrsta.