Staða leikskólans eftir lög um eitt leyfisbréf kennara

Málsnúmer 2006011

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 10.06.2020

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Kristín María Hlökk Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans.
Farið yfir stöðu leikskólans m.t.t. fagmenntunar starfsmanna. Skólastjórnendur Leikskóla Fjallabyggðar afhentu nefndinni bréf þar sem áhyggjur af stöðu leikskólans eru viðraðar. Ekki er unnt að manna allar deildir með fagmenntuðum deildarstjórum á komandi skólaári vegna þess að við leikskólann starfa of fáir leikskólakennarar. Eftir að ný lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla tóku gildi um síðustu áramót gildir leyfisbréf kennara til kennslu á öllum skólastigum. Áhyggjur af tilfærslu kennara milli skólastiga í kjölfarið eru á rökum reistar og finnur leikskólastigið fyrir því. Rætt um hugsanlegar leiðir til viðspyrnu. Fræðslu- og frístundanefnd felur skólastjórnendum Leikskóla Fjallabyggðar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda - og menningarmála að skila umsögn með hugmyndum um hugsanlegar leiðir til úrbóta til nefndarinnar fyrir 1. september 2020.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 07.09.2020

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans. Á 87. fundi fræðslu- og frístundanefndar var skólastjóra leikskólans og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að vinna umsögn með hugmyndum að hugsanlegum leiðum til úrbóta vegna þeirrar stöðu sem leikskólinn er í eftir lög um eitt leyfisbréf kennara. Í ljós hefur komið að áhyggjur af tilfærslu kennara milli skólastiga í kjölfar laga um eitt leyfisbréf eru á rökum reistar og finnur leikskólastigið fyrir því. Fyrir liggur vinnuskjal leikskólastjóra og deildarstjóra sem lagt var fram til kynningar. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að horft verði til þessa vinnuskjals við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2021.