Átak í fráveitumálum - upplýsingar til sveitarstjórna

Málsnúmer 2006002

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 655. fundur - 10.06.2020

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samorku dags. 02.06.2020 þar sem sveitastjórnir eru hvattar til að svara væntanlegri fyrirspurn Umhverfisstofnunar varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir í fráveitumálum á næstu árum í tengsum við frumvarp til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna sem felur í sér að á árunum 2020-2030 verður veitt framlag úr ríkissjóði sem nemur hlutdeild í kostnaði við fráveituframkvæmdir á vegum fráveitna sveitarfélaga eftir því sem nánar verður ákveðið í fjárlögum. Frumvarpið er liður í sérstöku tímabundnu fjárfestingarátaki ríkisins til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar Covid-19. Í því felst m.a. að 200 mkr verður varið á árinu til uppbyggingu í fráveitumálum hjá Sveitarfélögum og veitufyrirtækjum.