Laxeldi í Eyjafirði

Málsnúmer 2005069

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 653. fundur - 26.05.2020

Lagt fram erindi Róberts Guðfinnssonar, dags. 20.05.2020 er varðar laxeldi með aðstöðu í Ólafsfirði og áskorun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar til sjávarútvegsráðherra um að veita ekki leyfi fyrir laxeldi í Eyjafirði. Spurt er um afstöðu núverandi bæjarstjórnar til laxeldis í Eyjafirði, hvort breyting hafi orðið á viljayfirlýsingu við Arnarlax og hvort bæjarstjórn muni skora á sjávarútvegsráðherra að leyfa laxeldi í Eyjafirði?

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara erindinu með vísan í bókun bæjarráðs við 7. lið þessarar fundargerðar.