Göngustígur, Leirutanga

Málsnúmer 2005057

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 653. fundur - 26.05.2020

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 18.05.2020 þar sem óskað er eftir heimild til þess að halda lokaða verðkönnun vegna gerðar göngustígs við Leirutanga á Siglufirði.

Eftirtöldum aðilum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið; Bás ehf., Sölva Sölvasyni, Fjallatak ehf., Árna Helgasyni ehf., Smára ehf. og Magnúsi Þorgeirssyni.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að fara í lokaða verðkönnun vegna gerðar göngustígs á Leirutanga á Siglufirði.

H-Listinn fagnar því að halda eigi áfram með framkvæmdir á Leirutanga. Svæðið er skipulagt fyrir nýtt tjaldsvæði á Siglufirði og óskar H-Listinn eftir framkvæmdaráætlun á svæðinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 655. fundur - 10.06.2020

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 09.06.2020, þar sem fram kemur að tilboð voru opnuð í gerð göngustígs á Leirutanga þann 02.06.2020.

Eftirfarandi tilboð bárust:
Sölvi Sölvason kr. 6.489.500
Bás ehf kr. 4.062.400.
Deildarstjóri leggur til að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Bás ehf í göngustíg á Leirutanga.