Aldingarður Æskunnar

Málsnúmer 2005049

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 653. fundur - 26.05.2020

Lagt fram erindi Önnu Maríu Guðlaugsdóttur fh. Garðyrkjufélags Tröllaskaga Norðurs, dags. 15.05.2020 þar sem óskað er eftir samstarfi við Fjallabyggð í formi vinnuframlags vinnuskóla við að slá og hirða svæðið sem garðyrkjufélagið fékk úthlutað undir Aldingarð æskunnar. Einnig er óskað eftir styrk fyrir möl í inngang svæðisins og í opinn hring sem er á svæðinu, þar sem á að koma fyrir borði og kollum úr rekaviði sem gefið er til minningar um Fjólu frá Kálfsárkoti sem vann á Leikhólum til fjölda ára.

Bæjarráð samþykkir að fela sláttuliði og vinnuskóla að slá og hirða gras á svæðinu.
Fylgiskjöl:

Bæjarráð Fjallabyggðar - 675. fundur - 17.11.2020

Lagt fram erindi Önnu Maríu Guðlaugsdóttur fh. Garðyrkjufélags Tröllaskaga norðurs, dags. 10.11.2020 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið leggi stíg frá plani Menntaskólans á Tröllaskaga inn að áningarstað leikskólabarna í Aldingarðinum. Einnig er óskað eftir styrk kr. 250.000 til framkvæmda á svæðinu.

Bæjarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðni að þessu sinni þar sem frestur til að skila inn umsóknum um styrki fyrir árið 2021 rann út 28.10.2020.