Staða Síldarminjasafnsins og áhrif heimsfaraldurs COVID-19 á starfsemi þess

Málsnúmer 2005040

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14.05.2020

Lagt fram erindi Anítu Elefsen fh. Síldarminjasafnsins, dags. 05.05.2020 er varðar áhrif heimsfaraldurs Covid-19 á starfsemi safnsins og óskað eftir því að sveitarfélagið muni líta til þess að aðgerðir vegna heimsfaraldurs muni styðja við starfsemi safnsins í ljósi þeirra rekstrarerfiðleika sem safnið stendur frammi fyrir m.a. vegna afbókana skemmtiferðaskipa og áætlunar um fækkun gesta sem koma á eigin vegum og bóka ekki fyrirfram. Áætlað er að tekjutap muni nema 70% af áætluðum tekjum ársins. Óskað er eftir stuðningi í formi beins fjárframlags, sumarstarfsfólks, verkefnastyrks eða samstarfs um sumardagskrá.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 655. fundur - 10.06.2020

Á 651. fundi bæjarráðs samþykkti ráðið að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa varðandi erindi Anitu Elefsen fh. Síldarminjasafnsins, dags. 05.05.2020 þar sem óskað var eftir stuðningi við starfsemi safnsins í ljósi þeirra rekstrarerfiðleika sem safnið stendur fyrir m.a. vegna afbókana skemmtiferðaskipa og áætlunar um fækkun gesta. Óskað var eftir stuðningi í formi sumarstarfsfólks, verkefnastyrks eða samstarfs um sumardagskrá.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu,- frístunda og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa dags. 30.05.2020 og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar dags. 08.06.2020 þar sem lagt er til að Síldarminjasafninu verði boðinn einn til tveir sumarstarfsmenn í tvo mánuði í gegnum átaksstörf námsmanna í samvinnu við Vinnumálastofnun.

Bæjarráð samþykkir að bjóða safninu stuðning í formi tveggja sumarstarfsmanna í tvo mánuði . Áætlaður styrkur kr. 828.000 er bókaður á málaflokk 05850 og lykil 9291.

Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram.