Undanþága v. snjóflóðahættumats

Málsnúmer 2005026

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14.05.2020

Lagt fram erindi Róberts Guðfinnssonar fh. Selvíkur ehf., dags. 06.05.2020 þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort áætlun Ofanflóðanefndar, skv. bréfi Utanríkisráðuneytisins frá 01.11.2011, um að vinnu við gerð ofanflóðavarna sveitarfélaga verði lokið fyrir árið 2020. Í bréfi ráðuneytisins er staðfest að ofanflóðanefnd áætli að reisa upptakastoðvirki á svæðinu Fífudalur-norður til að verja hluta svæðis innan deiliskipulags Snorragötu á Siglufirði innan fimm ára. Áætlanir Ofanflóðanefndar voru gerðar með fyrirvara um fjárheimildir.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að gera drög að svari og leggja fyrir næsta fund.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 656. fundur - 16.06.2020

Á 651. fundi bæjarráðs fól ráðið bæjarstjóra að gera drög að svari vegna erindis Róberts Guðfinnssonar f.h. Selvíkur ehf. dags. 06.05.2020, þar sem óskað var eftir upplýsingum um framgang ofanflóðamannvirkja í sveitarfélaginu en skv. bréfi Umhverfisráðuneytis frá 01.11.2011, átti þeirri vinnu að vera lokið fyrir árið 2020.
Lagt fram svar Ofanflóðanefndar dags. 08.06.2020, þar sem fram kemur að varnir hafa ekki verið kláraðar en mikilvægustu varnarvirki hafa verið reist. Gert er ráð fyrir að vörnum fyrir þéttbýli á Siglufirði verði lokið í átaki sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að ráðist verði í við ofanflóðavarnir. Fyrir liggur tímasett framkvæmdaáætlun þar sem fram kemur að vinna við varnir í þéttbýli á Siglufirði heldur áfram á næsta ári. Skýrsla um tillögu að endurskoðun á hættumatslínum þar sem Hótel Sigló stendur og hættumati þegar framkvæmdum líkur að fullu, verður skilað í lok þessa mánaðar. Ákvæði 22. gr. reglugerðar nr. 505/2000 eiga því enn við um Hótel Sigló.

Bæjarráð fagnar því að áfram verður haldið með framkvæmdir við ofanflóðavarnir á Siglufirði ásamt endurskoðun á hættulínum og hættumati.