Minnisblað, sumarátaksstarf námsmanna 2020

Málsnúmer 2005024

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14.05.2020

Lagt fram erindi Vinnumálastofnunar, dags. 12.05.2020 ásamt umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála þar sem fram kemur að sveitarfélagið sendi inn ósk um stuðning við 20 sumarstörf námsmanna og atvinnuleitenda til Vinnumálastofnunar fyrir komandi sumar og var úthlutað 10 störfum í allt að tvo mánuði, enda staðfest að námsmaður sé á milli anna í námi og hafi náð 18 ára aldri. Kostnaður Fjallabyggðar við hvert starf, laun og launatengd gjöld, er kr. 322.804.

Bæjarráð felur deildarstjórum að vinna málið áfram í samræmi við leiðbeiningar frá Vinnumálastofnun og auglýsa allt að tíu ný sumarstörf námsmanna á heimasíðu sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 656. fundur - 16.06.2020

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 15.05.2020, vegna úrvinnslu umsókna um sumarátaksstörf námsmanna 2020 í samstarfi við Vinnumálastofnun. Alls bárust 54 umsóknir um 10 störf sem Fjallabyggð fékk úthlutað frá Vinnumálastofnun, flestir umsækjendur uppfylltu ekki skilyrði um ráðningu.
Ráðið var í 8 störf:
3 störf í menningarstarf, „starfsmenn til styrktar“ og fer einn þeirra til láns í Skúlptúrgarðinn við Alþýðuhúsið og tveir til Síldarminjasafnsins.
1 starf í markaðsvinnu í sveitarfélaginu og hugsanlega líka í Listasafn Fjallabyggðar.
1 starf við félagslega þátttöku eldri borgara.
3 störf við fegrun umhverfis og ásýndar sveitarfélagsins.

Kostnaður sveitarfélagsins við 8 störf í tvo mánuð er áætlaður kr. 3.312.000 og óskast settur í viðauka nr. 16/2020 við fjárhagsáætlun 2020 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé.

Viðaukinn verður á eftirtalda lykla :
kr. 414.000 á deild 05810, lykil 9291.
kr. 828.000 á deild 05850, lykil 9291.
kr. 414.000 á deild 75210, lykill 1110.
kr. 1.656.000. á deild 21600, lykill 1110.