Siglunes v/ Siglufjörð

Málsnúmer 2005021

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14.05.2020

Lagt fram erindi Þórunnar Þórðardóttur fh. landeiganda að Siglunesi 4,5 og 6, dags. 05.05.2020 þar sem óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélaginu um stöðu framkvæmda vegna sjóvarna á Siglunesi, þ.e. frágangs vegna rasks sem orðið hefur á efnistökusvæði og á vegi. Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvernig skilyrði Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra um frágang á svæðinu hafi verið uppfyllt. Samkvæmt skipulagslögum hefur sveitarfélagið eftirlit með að framkvæmdir séu í samræmi við útgefið framkvæmdaleyfi sbr. 16. gr. laganna.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram í samstarfi við ábyrgðarmann verksins hjá Siglingasviði Vegagerðarinnar í samræmi við þau skilyrði sem sett voru fyrir framkvæmdaleyfinu af skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar þann 11. des. 2014 og samþykkt í bæjarráði og bæjarstjórn.