Miðbær Siglufirði, hönnun og útboðsgögn

Málsnúmer 2005010

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14.05.2020

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 08.05.2020 þar sem fram kemur að leitað hafi verið áætlunar í hönnun á miðbæjarskipulagi á Siglufirði frá Landmótun og Landslagi. Lagt er til að gengið verði til samninga við Landmótun um hönnun á miðbæjarskipulagi á Siglufirði, útfærslu á torgum og görðum ásamt frágangi og ásýnd á gangstéttum, bílastæðum og vistgötum.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að ganga til samninga við Landmótun vegna hönnunar á miðbæjarskipulagi á Siglufirði í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Kostnaður kr. 6.699.734 er vísað til viðauka við framkvæmdaráætlun 2020.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 9/2020 að upphæð kr. 6.699.734 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 706. fundur - 19.08.2021

Bæjarstjóri lagði fram og fór yfir vinnuskjal bæjarstjóra dags. 16.08 2021 ásamt drögum að hönnun miðbæjar Siglufjarðar, frumkostnaðarmati hönnuða og frumkostnaðarmati Vegagerðarinnar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að kynna framlögð drög fyrir húseigendum og rekstraraðilum fyrirtækja í miðbænum. Að aflokinni yfirferð á athugasemdum sem fram kunna að koma skal efna til opins íbúafundar þar sem íbúum Fjallabyggðar verða kynnt drögin og þeim gefin kostur á að koma að athugasemdum og ábendingum.