Hátíðir í sumar og 17. júní

Málsnúmer 2005009

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14.05.2020

Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 04.05.2020 að beiðni Samhæfingarstöðvar almannavarna er varðar fyrirkomulag hátíða í ljósi þeirra takmarkana sem í gildi eru vegna samkomubanns vegna farsótta samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra frá 21. apríl sl.

Einnig lögð fram bókun 64. fundar markaðs- og menningarnefndar þar sem fram kemur að vegna þeirra takmarkana sem nú gilda um fjölda og fjarlægðar milli einstaklinga á samkomum, leggur markaðs- og menningarnefnd til að Trilludagar verði ekki haldnir í ár. Að höfðu samráði við umsjónaraðila 17. júní hátíðarhalda leggur nefndin einnig til að þeim verði aflýst þetta árið.

Bæjarráð samþykkir að aflýsa Trilludögum og 17. júní hátíðarhöldum vegna þeirra takmarkana sem nú eru í gildi um fjölda og fjarlægðir milli einstaklinga á samkomum.