Skóladagatöl leik- og grunnskóla 2020-2021

Málsnúmer 2004072

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 85. fundur - 04.05.2020

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans, Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Halldóra M. Elíasdóttir fulltrúi kennara grunnskólans.
Skólastjórnendur fóru yfir skóladagatöl leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2020-2021. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir skóladagatölin fyrir sitt leyti.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 96. fundur - 08.02.2021

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri leikskólans og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna.
Skólastjóri óskar eftir leyfi til að gera breytingu á gildandi skóladagatali leikskólans. Breytingar felast í því að færa skipulagsdaginn sem vera átti 12. maí nk. til 3. júní.
Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 er gert ráð fyrir að Leikskóli Fjallabyggðar verði lokaður í 4 vikur og leggur skólastjóri til að sumarlokun 2021 verði frá hádegi föstudagsins 9. júlí til hádegis mánudagsins 9. ágúst, eða 20 virka daga.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir framlagðar tillögur skólastjóra.