Vinnuskóli 2020

Málsnúmer 2004071

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 85. fundur - 04.05.2020

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir skipulag vinnuskólans sumarið 2020. Skipulag skólans er með svipuðu sniði og undanfarin ár og verður auglýstur þegar nær dregur. Smíðaskóli verður haldinn í báðum byggðarkjörnum og er fyrir börn sem lokið hafa 1. bekk (yngst) - 7. bekk (elst) grunnskólans. Áætlað er að hann verði frá 6. - 24. júlí og verði með svipuðu sniði og í fyrra þ.e.a.s. fyrstu tvær vikurnar er hann mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga og í þriðju viku bætist finmmtudagur við.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 10.06.2020

Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður vinnuskólans. Hann fór yfir starfið í sumar. Haldin voru námskeið fyrir flokkstjóra vinnuskólans og sláttulið dagana 3-5. júní sl. Dagskráin var fjölbreytt. Erindi voru um vinnuvernd, réttindi og skyldur á vinnumarkaði og einelti og samskipti. Þá fór fram leiðtogafræðsla og skyndihjálp. Námskeið í vinnuvernd í boði Vinnueftirlitsins fór fram í gegnum fjarfundaforritið TEAMS. Fulltrúi Einingar Iðju kom með fyrirlestur um réttindi og skyldur á vinnumarkaði en önnur námskeið og fyrirlestrar voru haldnir af heimafólki þeim Margréti Guðmundsdóttur, Sigurlaugu Rögnu Guðnadóttur, Margréti Jónsdóttir Njarðvík og Hörpu Jónsdóttur. Fræðslu- og frístundanefnd lýsir ánægju sinni með það fyrirkomulag að halda námskeiðin í heimabyggð og er öllum þeim sem að komu færðar þakkir fyrir.
Þá hefur verið sett saman áætlun um viðbrögð við einelti fyrir Vinnuskóla Fjallabyggðar sem lögð var fram til kynningar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 07.09.2020

Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður vinnuskólans. Hann fór yfir starfið í sumar. Mjög góð aðsókn var í vinnuskólann. Smíðaskólinn gekk vel og var vel sóttur. Fræðslu- og frístundanefnd vill þakka vinnuskólanum vel unnin störf.