Aðgerðaáætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili - COVID-19

Málsnúmer 2003077

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 647. fundur - 07.04.2020

Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30.03.2020 þar sem segir í bókun fundar frá 27.03.2020 um hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf sem sambandið sendi til sveitarfélaga og landshlutasamtaka 19. mars sl.;


„Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga lýsir yfir ánægju með að þær aðgerðir sem
sambandið hefur lagt fram hafi nýst sveitarfélögunum. Stjórn leggur áherslu á að
áfram verði unnið að framgangi þeirra í samráði við ríkisstjórn og að fylgst verði vel
með þróun mála og nýjar hugmyndir mótaðar eftir því sem fram vindur. Stjórn hvetur
jafnframt sveitarfélögin til að móta frekari hugmyndir sem nýtast atvinnulífinu og
íbúum á þessum erfiðu tímum í sínu nærsamfélagi.“