Ársskýrsla 2019. Bókasafn, Héraðsskjalasafn og Upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar

Málsnúmer 2003075

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 63. fundur - 01.04.2020

Drög að ársskýrslu Bókasafns-, Héraðsskjalasafns- og Upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar 2019 lögð fram til kynningar.
Fram kemur í skýrslunni að útlán bóka á starfsstöðinni á Siglufirði hefur dregist saman frá árinu 2018 en aukning er í útlánum bóka á starfsstöðinni í Ólafsfirði. Þá hefur gestakomum á safnið einnig fækkað frá árinu á undan. Árið 2019 voru gestakomur 10.299 en á árinu 2018 voru þær 12.288. Gestir upplýsingamiðstöðvar eru ekki inni í þessum tölum. Í skýrslunni kemur einnig fram að mikið hefur áunnist á árinu varðandi aðstöðu og búnað héraðsskjalasafnsins.
Alls komu 2577 ferðamenn á upplýsingamiðstöðina á Siglufirði og er það töluverð fækkun frá 2018 en þá sóttu 3860 ferðamenn hana heim. Í Ólafsfirði komu 160 ferðamenn í upplýsingamiðstöðina þar sem er einnig fækkun frá árinu 2018 en þá voru þeir 302.
Markaðs- og menningarnefnd þakkar forstöðukonu Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar fyrir greinargóða ársskýrslu. Lokaútgáfa skýrslunnar verður birt á vef Fjallabyggðar.