Tillögur um endurskoðun kosningalaga í opið samráðsferli.

Málsnúmer 2003047

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 645. fundur - 24.03.2020

Lagt fram til kynningar erindi Laufeyjar Helgu Guðmundsdóttur fh. Alþingis, dags. 19.03.2020 þar sem fram kemur að drög að frumvarpi til kosningalaga eru nú aðgengileg á samráðsvef Alþingis. Lagt er til að lögin gildi um kosningar til Alþingis og sveitarstjórna, um framboð og kjör forseta Íslands og um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Markmið frumvarpsins er að styrkja lýðræði með því að viðhalda trausti á framkvæmd kosninga og tryggja að beinar, frjálsar og leynilegar kosningar séu haldnar reglulega. Meginefni frumvarpsins lúta að breyttri stjórnsýslu kosninga og einföldun regluverks. Tekið er á móti umsögnum og ábendingum á netfangið kosningalog@althingi.is til 8. apríl nk.