Snjómokstur 2020

Málsnúmer 2003027

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 644. fundur - 17.03.2020

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 16.03.2020 þar sem fram kemur að kostnaður vegna snjómoksturs í janúar og febrúar 2020 er orðin samtals kr. 27.232.249 og er þá ekki talin með kostnaður vegna helmingamoksturs með Vegagerðinni. Áætlaður kostnaður fyrir árið 2020 samkvæmt fjárhagsáætlun er kr. 24.000.000. Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir viðauka, kr. 20.000.000.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 7/2020 að upphæð kr. 20.000.000 við málaflokk 10610, deild 4948, snjómokstur og hálkueyðing. Viðauka verður mætt með lækkun á handbæru fé.

Þess má geta að árið 2019 var þessi sami liður kr. 28.071.915.- fyrir allt árið.