Umsókn um afnot af sundlaug eða líkamsrækt í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar, ferli og eyðublað.

Málsnúmer 2003019

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 09.03.2020

Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar.
Til umræðu eru drög að samningi um afnot einstaklinga af sundlaug eða líkamsræktarsal til þjálfunar. Frekari umræðu og afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 10.06.2020

Til umræðu eru drög að samningi um afnot einstaklinga af sundlaug eða líkamsræktarsal til þjálfunar gegn gjaldi sem frestað var á 83. fundi nefndarinnar 9.3.2020. Meirihluti nefndarinnar samþykkir fyrirliggjandi drög sem fela í sér að einstaklingur sem sinnir þjálfun gegn gjaldi í sundlaug eða líkamsrækt greiðir 10% af þjálfunartekjum fyrir aðstöðu.