Auglýst eftir sveitarfélögum til þátttöku í samstarfsverkefni

Málsnúmer 2003005

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 643. fundur - 10.03.2020

Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 02.03.2020 þar sem óskað er eftir samstarfi sveitarfélaga um samstarfsverkefni sem miðar að því að endurskoða forsendur úthlutunar og ráðstöfunar fjármuna til kennslu og stuðning í grunnskólum.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 644. fundur - 17.03.2020

Á 643. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála vegna erindis Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 02.03.2020 þar sem óskað var eftir samstarfi við sveitarfélög um samstarfsverkefni sem miðar að því að endurskoða forsendur úthlutunar og ráðstöfunar fjármuna til kennslu og stuðnings í grunnskólum.
Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála þar sem fram kemur að fram undan sé hugmyndavinna í samstarfi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vinnan felst í að skoða núverandi líkön og forsendur úthlutunar og ráðstöfunar fjármuna til grunnskóla og hvernig best er að innleiða mögulegar og þarfar breytingar í samræmi við ábendingar í úttektarskýrslu Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfa. Stefnt er að því að verkefnið hefjist í mars 2020 og í árslok liggi fyrir leiðbeinandi viðmið fyrir sveitarfélög um hvernig best verði staðið að skilgreiningum á forsendum úthlutunar og ráðstöfunarfjármuna til kennslu og stuðnings í grunnskóla fyrir alla.

Bæjarstjóri og deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála hafa skoðað málið og sjá ekki ástæðu til að Fjallabyggð sæki um þátttöku í verkefninu. Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála mun fylgjast með umræðunni og sækja kynningu á niðurstöðum þegar þær liggja fyrir.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að fylgja málinu eftir og leggja fyrir bæjarráð.