Sameiningarnámsferð til Bergen 30. ágúst til 2. sept. nk.

Málsnúmer 2002071

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 03.03.2020

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27.02.2020 þar sem vakin er athygli á að Sambandið hefur ákveðið að standa fyrir námsferð til Noregs fyrir íslenska sveitarstjórnarmenn í tengslum við að Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu sem felur í sér áform um sameiningar sveitarfélaga.
Hliðstætt verkefni stóð yfir í Noregi frá 2014 til 1. janúar 2020 þegar allar sameiningar áttu að vera í höfn. Þann dag hafði norskum sveitarfélögum fækkað úr 428 í 356, sjá https://www.regjeringen.no/no/tema/kommuner-og-regioner/kommunereform/kommunereform/id2548377/ Skrifstofa norska sveitarfélagasambandsins í Bergen mun taka á móti hópnum 31. ágúst og veita almennar upplýsingar um norska sameiningarverkefnið og sameiningarsveitarfélög verða heimsótt 31. ágúst og 1. september en flestar norsku sameiningarnar áttu sér stað á þessu svæði.