Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 2002065

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 03.03.2020

Lagt fram erindi Félagsmálaráðuneytis og UNICEF á Íslandi, dags. 30.01.2020 þar sem sveitarfélögum er boðin þátttaka í verkefninu barnvæn samfélög sem styður sveitarfélög í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur var hér á landi árið 2013.

Akureyri, Kópavogur og Hafnarfjörður hafa hafið innleiðingu þess við góðan orðstír. Með samstarfi við Félags- og barnamálaráðherra mun öllum sveitarfélögum standa til boða að taka þátt í verkefninu á næstu árum. Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á heimasíðu barnvænna sveitarfélaga: http://barnvaensveitarfelog.is/

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 124. fundur - 30.04.2020

Lagt fram erindi frá félags- og barnamálaráðherra og framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi, þar sem auglýst er eftir umsóknum áhugasamra sveitarfélaga til þátttöku í verkefninu Barnvæn sveitarfélög UNICEF. Verkefnið hefur til þessa verið innleitt í þremur sveitarfélögum en langir biðlistar hafa skapast. Með stuðningi félags- og barnamálaráðherra mun nú öllum sveitarfélögum á landinu standa til boða að gerast barnvæn sveitarfélög á næstu árum. Félagsmálanefnd hvetur bæjaryfirvöld til að sækja um þátttöku í verkefninu.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 07.09.2020

Fræðslu- og frístundanefnd hefur ákveðið að sækja um þátttöku í verkefninu Barnvæn samfélög sem styður sveitarfélög í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur var hér á landi árið 2013. Nú þegar hafa mörg sveitarfélög á Íslandi hafið innleiðingu eða eru í umsóknarferli. Búið er að fullbóka þátttöku þessa árs og næsta. Þátttaka Fjallabyggðar kæmi til á árinu 2022. Sveitarfélög greiða kr. 500.000 skráningargjald fyrir aðild að verkefninu en Félagsmálaráðuneytið greiðir kostnað vegna námskeiða og ráðgjafar.