Reglur um umsóknir og innritun í Leikskóla Fjallabyggðar 2020

Málsnúmer 2002030

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 09.03.2020

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna. Reglur um umsóknir og innritun í Leikskóla Fjallabyggðar 2020 lagðar fram til kynningar og umræðu. Um er að ræða endurbættar eldri innritunarreglur Leikskóla Fjallabyggðar. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 131. fundur - 02.10.2023

Nauðsynlegt er að uppfæra reglurnar þar sem margt í þeim er úrelt.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Fræðslu- og frístundanefnd fór yfir reglur um umsóknir og innritun í Leikskóla Fjallabyggðar. Reglurnar voru síðast uppfærðar árið 2020. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkti tillögur um breytingar á reglunum sem m.a. snúa að innritunaraldri nemenda, tvöfaldri skólavist, rafrænni innritun í gegnum Rafræn Fjallabyggð og breytingar á afsláttarreglum.
Fræðslu- og frístundanefnd vísar drögum að uppfærðum reglum um umsóknir og innritun í Leikskóla Fjallabyggðar til bæjarstjórnar Fjallabyggðar og leggur til að uppfærðar reglur taki gildi 1. janúar 2024.