Beiðni um leyfi til umferðartakmarkana á götum Ólafsfjarðar

Málsnúmer 2001066

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 637. fundur - 28.01.2020

Lagt fram erindi Kristjáns Haukssonar fh. Skíðafélags Ólafsfjarðar, dags. 24.01.2020 þar sem óskað er eftir leyfi til umferðartakmarkana á götum Ólafsfjarðar samkv. meðfylgjandi teikningu vegna Fjarðargöngunnar sem fram fer 8. febrúar í Ólafsfirði, götur yrðu þrengdar föstudaginn 7.febrúar og hreinsaðar af snjó að keppni lokinni.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila umferðartakmarkanir á götum í Ólafsfirði samkvæmt meðfylgjandi teikningu en bendir á að lokanir eða umferðartakmarkanir á þjóðvegi í þéttbýli þarf að bera undir Vegagerðina.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram í samráði við Skíðafélag Ólafsfjarðar.