Boðun XXXV. landsþings sambandsins

Málsnúmer 2001060

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 637. fundur - 28.01.2020

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélag, dags. 21.01.2020. Samkvæmt 7. gr. samþykkta Sambands íslenskra sveitarfélaga eru landsþingsfulltrúar sveitarfélaganna, formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka sveitarfélaga og framkvæmdastjórar sveitarfélaga, þ.e. sveitar- og bæjarstjórar, hér með boðaðir til XXXV. landsþings sambandsins fimmtudaginn 26. mars nk.

Landsþingið verður að þessu sinni haldið á Grand hóteli í Reykjavík og hefst það kl. 10:30 að morgni og stefnt er að því að þingstörfum ljúki um kl. 15:45 síðdegis. Að þinginu loknu hefst aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. á sama stað kl. 16:00.