Óviðunandi snjómokstur á Hvanneyrarbraut

Málsnúmer 2001052

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 637. fundur - 28.01.2020

Lagt fram erindi Huldu Magnúsdóttur og Sigurðar Sigurjónssonar dags. 17.01.2020 er varðar óviðunandi snjómokstur á Hvanneyrarbraut og öryggi gangandi vegfarenda. Óskað er eftir því að sveitarfélagið hafi frumkvæði að því við Vegagerðina að verktaki á hennar vegum sem sinnir mokstri á þjóðvegi í þéttbýli fjarlægi snjó sem safnast upp á gangstéttir þegar mokað er.

Bæjarráð þakkar ábendinguna og samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að koma málinu í farveg hjá Vegagerðinni.
Bæjarráð vill ennfremur koma því á framfæri að sveitarfélagið hefur ítrekað, undanfarin ár gert athugasemdir við Vegagerðina vegna snjómoksturs á þjóðvegi í þéttbýli svo og hefur ítrekað verið haft samband við Vegagerðina frá því í nóvember á síðasta ári vegna ljóslausra ljósastaura í þeirra eigu og umsjá við þjóðveg í og við þéttbýli. Einnig er hafin vinna hjá sveitarfélaginu sem miðar að því að auka öryggi gangandi vegfaranda.