Bylgjubyggð 37b

Málsnúmer 2001043

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25.02.2020

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra félagsmáladeildar dags. 19.02.2020 þar sem fram kemur að á fundi félagsmálanefndar þann 19.02.2020 hafi nefndin samþykkt að leggja til við bæjarráð að húseignin að Bylgjubyggð 37b, Ólafsfirði verði skilgreind sem húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk skv. lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018

Bæjarráð samþykkir að íbúðin verði skilgreind sem húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk og óskar eftir minnisblaði frá deildarstjóra tæknideildar vegna kostnaðar við lagfæringar á íbúðinni vegna viðhalds.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 643. fundur - 10.03.2020

Á 641. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir kostnaðarmati deildarstjóra tæknideildar vegna viðhalds á íbúð við Bylgjubyggð 37b.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 27.02.2020 þar sem fram kemur að áætlaður kostnaður vegna viðhalds er 1,5-2 mkr.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr.6/2020 að upphæð kr. 2.000.000.- við deild 61140, lykill 4965 og að honum sé mætt með lækkkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.