Erindi vegna komu útskriftarnemenda Listaháskóla Íslands í listasmiðju í Alþýðuhúsið

Málsnúmer 2001026

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 635. fundur - 15.01.2020

Lagt fram erindi Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur fh. Alþýðuhússins á Siglufirði, dags. 09.01.2020 þar sem óskað er eftir styrk í formi afsláttar að sundlaugum sveitarfélagsins, líkt og veittur var á síðast liðnu ári vegna komu útskriftarnema Listaháskóla Íslands dagana 14. - 26. janúar nk.. Nemendur munu vinna undir leiðsögn Aðalheiðar Eysteinsdóttur, Sindra Leifssonar og Arnars Ómarssonar í Alþýðuhúsinu, í samstarfi við Herhúsið, Segul 67 og fleiri fyrirtæki og aðila í sveitarfélaginu.

Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu, - frístunda og menningarmála.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk í formi afsláttar að sundlaugum í sveitarfélaginu. Áætlaður styrkur kr. 55.440 færist á lykil 06810-9291 og rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar.